VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Gullfoss í klakaböndum
15. janúar 2016

Opinn fundur um fiska og vatnsaflsvirkjanir

Landsvirkjun býður til opins morgunverðarfundar, sem haldinn er í samstarfi við Veiðimálastofnun, um áhrif vatnsaflsvirkjana á fiskistofna. Kynntar verða rannsóknir Veiðimálastofnunar og rætt um þann lærdóm sem við getum dregið af reynslunni. Fundinum verður streymt beint á heimasíðu Landsvirkjunar www.landsvirkjun.is.
Fundurinn  verður á Grand Hótel miðvikudaginn 20. janúar kl. 8:30 - 10:00. Morgunkaffi verður frá kl. 8:00.
Fyrirlestrar sem verða fluttir:

Ábyrgð Landsvirkjunar. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fundarstjóri.

Virkjanir og áhrif þeirra í Sogi og Laxá. Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri á Veiðimálastofnun.

Virkjun og fiskistofnar Blöndu. Sigurður Guðjónsson, fiskifræðingur og forstjóri Veiðimálastofnunar.

Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á fiskistofna Lagarfljóts og Jökulsár á Dal. Ingi Rúnar Jónsson, fiskifræðingur á Veiðimálastofnun.

Þjórsár- og Tungnaársvæði, fiskistofnar og virkjanir. Benóný Jónsson, líffræðingur á Veiðimálastofnun.

 

Að loknum erindum stýrir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri á Veiðimálastofnun, umræðum.

 

Skráning á fundinn fer fram á www.landsvirkjun.is

 


Til baka

Senda á Facebook


SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta