VeiđinýtingLífríkiRannsóknirRáđgjöf
Leita
English
Stćrsta letur
Miđstćrđ leturs
Minnsta letur
Rafrćn veiđiskráning
Rafrćn veiđiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorđ
Höfundur
Bleikja og útvarpsmerki
1. maí 2016

Veiđimálastofnun 70 ára

Uro Kekkonen forseti Finnlands fylgist međ vigtun á hafbeitarlaxi í Laxeldisstöđinni í Kollafirđi ásamt Ţór Guđjónssyni veiđimálastjóra.
Ţann 1. maí 2016 eru liđin 70 ár frá ţví embćtti veiđimálastjóra tók til starfa, en embćttiđ markađi upphafiđ ađ starfsemi Veiđimálstofnunar.

 

Í lögum nr. 61/1932 um lax- og silungsveiđi, sem tóku gildi 1. janúar 1933, var fyrst mćlt fyrir um embćtti veiđimálastjóra, ţó ekki vćri skipađ í embćttiđ fyrr en meira en áratug síđar (27. apríl 1946).
 
Hlutverk veiđimálastjóra skyldi vera ađ annast rannsóknir vatna og fiska og skrásetja veiđivötn, safna skýrslum um veiđi og fiskrćkt, undirbúa byggingu klakstöđva og fiskvega, gera tillögur um reglugerđir um friđun og veiđi, leiđbeina um veiđimál og vera ráđherra til ađstođar um allt sem ađ veiđimálum lýtur.
 
Fyrstur til ađ gegna embćtti veiđimálastjóra var Ţór Guđjónsson. Í upphafi var veiđimálastjóri eini starfsmađur embćttisins, en á miđju ári 1947 kom Einar Hannesson til starfa sem ađstođarmađur og starfađi hann hjá embćttinu í 40 ár. Áriđ 1956 var ráđinn ritari viđ embćttiđ og áriđ 1967 var Árni Ísaksson fiskifrćđingur ráđinn. Starfsmönnum fjölgađi í kjölfariđ og áriđ 1986 voru starfsmenn embćttisins 14 ađ tölu. Í lok áttunda áratugarins var hluti starfseminnar fluttur út á land, ţegar landsbyggđardeildir voru stofnađar. Ţór Guđjónsson gengdi embćtti veiđimálastjóra til ársins 1986, en ţá tók Árni Ísaksson viđ embćttinu. Í dag starfa 20 starfsmenn á Veiđimálastofnun á fjórum stöđum á landinu, ţ.e. Reykjavík, Hvanneyri, Hvammstanga og Selfossi.
 

Árni Ísaksson örmerkir laxaseiđi
Áriđ 1997 var embćtti veiđimálastjóra skiliđ frá Veiđimálastofnun. Árni Ísaksson gengdi áfram starfi veiđimálastjóra, en Sigurđur Guđjónsson fiskifrćđingur tók viđ sem forstjóri Veiđimálastofnunar. Međ ţessum breytingum einskorđađist hlutverk stofnunarinnar viđ rannsóknir og ráđgjöf í veiđimálum, en stjórnsýsluhlutverk veiđimála heyrđi undir embćtti veiđimálastjóra. Í dag er stjórnsýsla veiđimála á Fiskistofu.
 
Áherslur í starfsemi Veiđimálastofnunar hafa ţannig breyst mikiđ á starfstíma hennar. Í upphafi var stjórnsýsla í veiđimálum og söfnun veiđiskýrslna veigamikill ţáttur, en síđar eykst rannsóknar- og ráđgjafarhlutverk stofnunarinnar sem síđan verđur megin hlutverk hennar ţegar stjórnsýsla í veiđimálum er flutt frá stofnuninni.
Af og til á liđnum áratugum hafa nokkrum sinnum komiđ fram hugmyndir um sameiningu Veiđimálastofnunar viđ ađrar rannsóknarstofnanir. Ekkert varđ ţó úr ţeim hugmyndum
Frćđingar ađ störfum
fyrr en í lok árs 2015, ţegar samţykkt voru lög sem mćltu fyrir um nýja stofnun, sem yrđi til viđ samruna Veiđimálastofnunar og Hafrannsóknastofnunar og tćki hún til starfa 1. júlí 2016. Stofnunin heitir Hafrannsóknarstofnun, rannsóknar- og ráđgjafarstofnun hafs og vatna. Sigurđur Guđjónsson, fráfarandi forstjóri Veiđimálastofnunar, var ráđinn sem forstjóri nýrrar stofnunar frá 1. apríl s.l. og lét hann ţá af störfum sem forstjóri Veiđimálastofnunar og viđ tók Magnús Jóhannsson.
 
Veiđimálastofnun vill á ţessum tímamótum ţakka öllum starfsmönnum, hagsmunađađilum, viđskiptavinum og öđru samferđafólki farsćlt samstarf og samskipti á liđnum árum.
 


Til baka

Senda á Facebook


yfirlit frétta