VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Hraunfossar í Borgarfirði

Merkingar

 

Endurheimt merki skal senda á Veiðimálastofnun, ásamt upplýsingum um merkta fiskinn: Veiðivatn, veiðistað og veiðidag. Fisktegund, lengd og þyngd auk upplýsinga um nafn og heimilisfang veiðimanns. Mikilvægt er að taka hreistursýni af fiskinum og senda með (sjá: hreistursýnataka).  Upplýsingar sendist til:

Veiðimálastofnun

Árleynir 22

112 Reykjavík

 

 

Merkin sem notuð hafa verið, til fiskmerkinga, á síðustu árum eru af nokkrum megingerðum: 

 

 

Slöngumerki með númerum, s.k. Spaghetti eða Floy merki. Númerin byrja á tákni IS (fyrir Ísland) og 5 til 6 stafa tölu (dæmi: IS 090999).  Merkin eru til í mismunandi litum.   Þau eru fest í fiskinn neðan við bakuggann og sjást utan á fiskinum. 
 
  
 Örmerki er lítil málmflís sem skotið er í haus fisksins. Flísin er 1,1 mm að lengd og í hana er grafið númer, þ.m.t. landsnúmer fyrir Ísland (63). Fiskurinn er auðkenndur með því að veiðiuggi er klipptur af.  Fórna þarf fiskinum til að ná merkinu úr haus fisksins, svo unnt sé að lesa það með smásjárbúnaði. 
 
 
Pit-merki er rafeindamerki sem sett er í kviðarhol fisks.  Með sérstökum tækjabúnaði má lesa númer merkisins án þess að fórna fiskinum.  Stofnunin hefur lítið notað þessa gerð merkja. 
 
 
 
 Mælimerki eru rafeindamerki sem ýmist eru fest utan á fisk eða þeim komið fyrir inni í kviðarholi hans.  Merkin skrá umhverfisþætti (hita, seltu) og dýpi á farleið fisksins með reglubundnum hætti.
 
 
 
 
 
      
Útvarpsmerki eru rafeindamerki sem eru eins og mælimerkin ýmist innvortis eða útvortis. Þau gefa frá sér útvarpsbylgjur sem hægt er að nema úr fjarlægð með sérhæfðum leitarbúnaði. Þannig er hægt að staðsetja hinn merkta fisk af nokkurri nákvæmni. Merkin hafa t.d. verið notuð til að fylgjast með hrygningargöngu laxa og fari gönguseiða.
 
 

 

 

  

 

Staðsetning örmerkja, slöngumerkja og mælimerkja (mynd)