VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Hraunfossar í Borgarfirði

Sýnishorn af hreisturumslagi sem inniheldur hreistursýni af laxi

Hreistursýnataka

 

Hér til hliðar er sýnishorn af hreistursumslagi fyrir þá sem ekki þekkja til þess.
 
Hreistursumslagið er fyrir hreistur af bæði merktum og ómerktum fiskum. Hreistur skal alltaf tekið af merktum fiski og sem oftast af ómerktum fiski.
 
Í hvert umslag eru einungis sett hreistur af einum fiski og á það þarf alltaf að skrá þær upplýsingar um fiskinn sem beðið er um á framhlið umslagsins.
 
Ef um örmerktan fisk er að ræða skal skrá það í athugasemd og láta hreisturumslagið fylgja snoppunni (örmerkinu) af fiskinum.  Í tilfelli slöngumerktra fiska skal skrá á umslagið númer slöngumerkis og lit.  Auk þess skal setja slöngumerkið í umslagið ásamt hreistrinu.  Ef um mælimerki er einnig að ræða þá þarf hreistursumslagið að fylgja mælimerkinu.

 

Hvernig er hreistur tekið?

 
Hreistur er tekið af svæðinu rétt ofan við hliðarrák fisksins rétt aftan við bakugga (sjá mynd að neðan). Fyrst er slím skafið burt með því að skafa með hníf aftur eftir fisknum á hreisturtökustaðnum. Því næst er skafið með hnífsoddinum í gagnstæða átt og losna þá nokkrar hreisturplötur og koma á hnífsoddinn. Gott er að fá um 20 hreistur af hverjum fiski. Gæta verður þess að þrífa hnífinn milli hreisturtöku á fleiri fiskum.

Hreisturtökusvæði