VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Bleikja og útvarpsmerki
Nafn skýrslu: Seiðaástand og veiði í Vatnsdalsá árið 2014
Númer skýrslu: VMST/16020
Höfundar Friðþjófur Árnason, Eydís Njarðardóttir
Úgáfustaður: Reykjavík
Útgefandi: Veiðimálastofnun
Útgáfuár: 2016
Blaðsíður: 25
Skjöl:
Aðrar skýrslur eftir: Eydís Njarðardóttir, Friðþjófur Árnason
Lýsing:
Árlegar rannsóknir á seiðabúskap Vatnsdalsár og hliðarám hennar fóru fram dagana 1. og 2. september 2014. Ástand seiðastofna laxfiska í vatnakerfi Vatnsdalsár er gott og laxaseiði eru vel dreifð um árnar. Þrír yngstu aldurshópar laxaseiða fundust á öllum rafveiðistöðvum og vísitala á þéttleika þeirra er yfir meðaltali. Vísitala á þéttleika 0+ og 1+ hefur farið vaxandi síðustu árin en sveiflur í þéttleika milli ára eru miklar, sérstaklega hjá 1+ laxaseiðum. Tveggja (2+) og þriggja vetra (3+) laxaseiði fundust á flestum stöðvum og vísitala á þéttleika 2+ seiða er með mesta móti. Almennt hefur vísitala á þéttleika 3+ laxaseiða verið lítil sem bendir til að sá aldurshópur sé að mestu leiti gengin til sjávar.
Vísitala á þéttleika 0+ bleikjuseiða er rétt undir meðaltali síðustu 10 ára. Líkt og verið hefur undangengin ár fannst lítið af eldri bleikjuseiði á svæðinu. Hin mikla aukning í vísitölu á þéttleika 0+ urriðaseiða sem hefur sést frá 2010 heldur áfram og vísitala á þéttleika þess aldurshóps hefur aldrei mælst hærri en árið 2014.
Sumarið 2014 veiddust 833 laxar í Vatnsdalsá og var veiðin rétt undir meðaltali áranna frá 1974. Það er svipað og sást í flestum laxveiðiám á Íslandi en miklar sveiflur hafa verið í fjölda stangveiddra laxa síðustu fjögur árin. Í Vatnsdalsá veiddust 1564 urriðar sem er nokkuð undir metveiðinni 2010, en samt sem áður vel yfir meðalveiði. Fjöldi veiddra urriða hefur aukist mikið frá 2005 en á sama tímabili hefur bleikjuveiði verið með minnsta móti. Frá árinu 2001 hefur bleikju fækkað mikið í veiði í flestum Íslenskum ám.