VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Baulárvallavatn á Snæfellsnesi
Nafn skýrslu: Vatnakerfi Blöndu 2015. Seiðarannsóknir, stangaveiði og göngufiskur
Númer skýrslu: VMST/16023
Höfundar Ingi Rúnar Jónsson, Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir
Úgáfustaður: Reykjavík
Útgefandi: Veiðimálastofnun
Útgáfuár: 2016
Blaðsíður: 32
Skjöl:
Aðrar skýrslur eftir: Ingi Rúnar Jónsson, Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir
Lýsing:
Í þessari skýrslu er að finna niðurstöður um seiðarannsóknir og stangaveiði í Blöndu og Svartá sumarið 2015, auk fiskgengdar um fiskteljara í Ennisflúðum. Einnig er gerð grein fyrir niðurstöðum mælinga á vatnshita í Blöndu. Þéttleiki og ástand seiða var kannað með rafveiðum í Blöndu og Svartá í lok ágúst. Laxaseiði veiddust á öllum stöðvunum í Blöndu og voru þau vorgömul til þriggja ára. Bleikju- og urriðaseiði veiddust á þremur stöðvum. Laxaseiði veiddust á öllum stöðvum í Svartá, auk bleikju- og urriðaseiða á fimm stöðvum. Vísitala þéttleika laxaseiða hefur haldist há í sögulegu samhengi í báðum ánum síðustu fjögur sumur.
Alls veiddust 4.549 laxar (afli) í vatnakerfinu sumarið 2015. Í Blöndu var mesta veiðin neðan Ennisflúða, 2.134 laxar og næst mest á svæði II í Blöndu, 791 laxar. Í Svartá veiddust 431 lax. Um 20% stórlaxa og 15% smálaxa var sleppt aftur. Í heild gengu 8.639 laxar í vatnkerfið sumarið 2015 og var aflahlutfallið 52,7%. Bleikjuganga upp fyrir Ennisflúðir var metin 1.541 fiskar sumarið 2015.
Alls gengu 4.269 smálaxar og 935 stórlaxar um teljarann sumarið 2015, auk 1.233 silunga. Mesta gangan var í júlí, auk toppa í ágúst.