VeiđinýtingLífríkiRannsóknirRáđgjöf
Leita
English
Stćrsta letur
Miđstćrđ leturs
Minnsta letur
Rafrćn veiđiskráning
Rafrćn veiđiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorđ
Höfundur
Gullfoss í klakaböndum

Rannsóknir á laxi í sjó

 

Sjávarverkefniđ
Á veiđum

Stofnstćrđ Atlantshafslaxins (Salmo salar L.) hefur sífellt veriđ ađ minnka undanfarna áratugi.  Ástćđur ţessarar ţróunar eru ađ hluta til vel ţekktar.  Ţannig hefur ađgangur laxa ađ búsvćđum veriđ hindrađur međ byggingu virkjana og mengun í öđrum tilfellum gert laxabúsvćđi óbyggileg og er súrt regn dćmi um slíka ţróun.  Einnig má minnast á sjúkdóma t.d. af völdum sníkjudýra sem eytt hafa fjölmörgum laxastofnum í Noregi.
 
Í öđrum tilfellum eru ástćđur minnkandi laxgengdar ekki eins sýnilegar.  Rannsóknir á fjölmörgum laxveiđiám viđ Norđur Atlantshafa ţannig leitt í ljós aukin afföll laxa međan á sjávardvöl ţeirra stendur, sérstaklega hjá laxastofnum sunnarlega í Evrópu og í Norđur Ameríku.  Mćlingar á afföllum laxa samkvćmt seiđamerkingum á íslandi eru frá 75 – 100% á merktum seiđahópum, en algengt er ađ yfir 90% ţeirra seiđa sem ganga til sjávar koma ekki aftur.  Miklar sveiflur eru í afföllum á milli ára og er sú sveifla meiri á Norđur- og Vesturlandi, en sunnan lands og vestan auk ţess sem endurheimtur eru almennt hćrri á Suđvesturlandi en á Norđur – og Norđausturlandi.  Ţannig hafa endurheimtur náttúrulegra laxaseiđa sveiflast frá 2 til 22%.  Breytileg afföll laxaseiđa í sjónum ráđa ţví afar miklu um laxgengdina hverju sinni.  Nýlegar athuganir á langtímagagnaröđum um veiđar á laxi á Vesturlandi ţar sem breytileiki í laxgengd var borinn saman viđ gögn um sjávarhita, dýrasvif o.fl.ţćtti benda ţannig til ađ umhverfisskilyrđi í hafinu suđvestur af Íslandi hafi mikil áhrif á allt lífríki svćđisins og á viđgang laxins á Vesturlandi.
 
Á Íslandi hefur löxum sem dvelja tvö ár eđa lengur í sjó fćkkađ mjög mikiđ og hófst sú ţróun um miđja níunda áratug síđustu aldar og ekkert lát er enn sjáanlegt á ţessari ţróun.  Hnignun tveggja ára laxins veldur miklum áhyggjum, enda er tveggja ára laxinn afar eftirsóttur til veiđa vegna stćrđa og er mikilvćgur fyrir hrygninguna í ánum.  Hins vegar hefur sá hluti laxastofnanna sem dvelur eitt ár í sjó skilađ góđum heimtum í árnar undanfarin ár og er eins árs laxinn um ţessar mundir algjör undirstađa veiđinnar.
Vísindamenn eru sammála ţví ađ til ađ vita hvađ veldur mismiklum afföllum lax í sjó er nauđsynlegt ađ vita hvar laxinn heldur sig á hverjum tíma.  Ţegar slík vitneskja liggur fyrir er hćgt ađ bera saman endurheimtur og skilyrđi í hafinu á mismunandi tímum yfir langt árabil.  Ţá er einnig mögulegt ađ bera saman skilyrđi á ákveđnum ţekktum laxasvćđum og vöxt, en vöxtur og endurheimta fara saman Verkefniđ er á forgangslista Alţjóđa hafrannsóknaráđsins yfir brýnustu laxarannsóknir sem ráđiđ mćlir međ ađ framkvćmdar verđi á nćstunni.

 

Ástćđur aukinna affalla á laxi í sjó eru óţekktar og líkja má ţekkingarskorti á ţessum hluta laxalífsferilsins viđ “svartan kassa”.  Alţjóđa laxverndunar samtökin (NASCO) hafa komiđ á fót laxverndarráđi í samvinnu viđ ţćr ţjóđir sem hafa hagsmuni af verndun og nýtingar Atlantshafslaxins og reynt ađ stuđla ađ samvinnu landanna til ađ komast ađ ástćđum minnkunar í stofnstćrđ laxins og hvort unnt sé ađ vinna á einhvern hátt á móti ţessari ţróun.  Ţćr rannsóknarspurningar sem svara ţarf lúta ađ ţví hvar laxinn heldur sig í sjónum, hvađa farleiđir nýtir laxinn,hvernig laxinn nýtir búsvćđin í hafinu og hvađa ţćttir hafa áhrif á dreifingu og göngur laxa í sjónum.  Mjög stórt átak ţarft til ađ svara slíkum spurningum og kallar verkefniđ á fjármögnun rannsókna langt umfram ţađ sem löndin veita til laxarannsókna í dag.
 
 

Farleiđir og búsvćđi laxa í sjó

Rannsóknir hafa einkum beinst ađ ţví ađ bera saman endurheimtu (lifitölu) úr sjó og umhverfisţćtti sjávar.  Rannsóknir á Íslandi eru allnokkrar af ţessum toga.  Sú kenning ađ mest afföll verđi á stuttum tíma skömmu eftir sjávargöngu seiđa er studd ýmsum rannsóknum. Á Norđurlandi hefur veriđ sýnt fram á ađ sjávarhiti voriđ sem ađ seiđi ganga út, sem og selta og áta, hafa mikil áhrif á lifitölu lax   Sömu umhverfisţćttir hafa áhrif á ađrar fisktegundir eins og lođnu .  Á Vesturlandi eru sveiflur í laxgengd minni og verr hefur gengiđ ađ tengja laxgengd eđa endurheimtu tilteknum sjávarskilyrđum.  Athuganir á langtímaveiđigögnum á laxi benda til ţess ađ breytileika í laxagengd megi ađ stórum hluta rekja til ţess tíma sem laxinn dvelur í sjó. Rannsóknir hafa sýnt ađ samband er á milli umhverfisskilyrđa í sjó og laxagengdar og veiđi .  Ţekking á ţeim ţáttum, sem áhrif hafa á laxagengd, er grundvallaratriđi viđ veiđistjórnun.
 
Stćrđ svćđa suđvestur af landinu međ tilteknum sjávarhita á tilteknum tíma geta ađ hluta skýrt laxgengd á Vesturlandi. Einnig er samband viđ svifdýr sem og ađra sjávarţćtti.  Er ţađ í samrćmi viđ niđurstöđur rannsókna viđ N-Ameríku og í Norđursjó fyrir lax frá Noregi og Skotlandi.  Sjávarskilyrđi ráđa miklu um afkomu lax sem og ađra lífvera, en sjávarmassar tiltekinnar gerđar (sjór af mismunandi gerđ/seltu) hreyfast um N-Atlantshaf međ sjávarstraumum.  Ţannig má rekja áhrif ţessa um Atlantshafiđ.  Skilyrđi á tilteknum stađ fćrast yfir á annan stađ á ţeim tíma sem sjávarstraumar bera ţau.  Skilyrđi í Barentshafi berast til Íslandshafs (norđur af landinu) á 2-3 árum.  Ţannig koma upp- eđa niđursveiflur í lífríki fram á báđum ţessum stöđum međ ţessum tímamun.  Ţetta á einnig viđ um laxastofna.

 

Samband er á milli vaxtar og affalla hjá laxi í sjó.  Ţegar skilyrđi eru góđ er vöxtur meiri og afföll minni. Rannsóknir á hreistri styđja ţetta einnig og er ađ vćnta birtingar á rannsóknum sem eru í gangi  á íslenskum laxi innan tíđar. Afföll eru mikil fyrst eftir sjávargöngu en eiga sér einnig stađ allan tímann sem lax dvelur í sjó    Afföll á öđru ári eru einnig umtalsverđ og hafa aukist á síđari árum   Ţví hefur stórlaxi (lax sem er 2 eđa fleiri ár í sjó) fćkkađ verulega og er ţađ mest áberandi ţar sem stórlax var áberandi í ám eins og á Norđurlandi.
 
Beinar rannsóknir í sjó hafa veriđ takmarkađar. Einstaka rannsóknaleiđangur í gegnum tíđina hefur veitt lax, en lax er vandveiddur víđast hvar ţar sem hann virđist dreifđur í uppsjónum. Lax hefur veriđ veiddur viđ Grćnland og viđ Fćreyjar.  Í tengslum viđ ţćr veiđar hafa fariđ fram ýmsar rannsóknir.  Merktir hafa veriđ laxar á ţessum slóđum til ađ kanna hvar ţeir koma fram, jafnframt ţví sem ađ leitađ hefur veriđ ađ merktum laxi í veiđinni.  Merkingar á línuveiddum laxi viđ Fćreyjar (lausir krókar sem festast í laxi sem bítur í ţá) leiddi í ljós ađ fáir laxar komu fram.  Bendir ţađ til ađ afföll séu mikil og/eđa illa sé leitađ ađ merktum laxi víđa.  Norđmenn hafa stundađ í allmörg ár viđamiklar rannsóknir á sínu hafsvćđi á sumrin á hafsvćđinu vestur af Noregi.  Ţar á međal er lax rannsakađur ţó ađaláhersla sé á síld og makríl.
 
DST-micro rafeindamerki. Myndin er fengin af vef Stjörnu Odda (www.star-oddi.com)
Um árabil hafa veriđ notuđ hér á landi DST merki (Data Storage Tags) til merkinga á fiski.  Merkin eru íslensk hönnun og smíđ og skrá umhverfisţćtti í minni sitt og eru framleidd af fyrirtćkinu Stjörnu-Odda.  Stćrđ merkjanna hefur stöđugt veriđ ađ minnka í kjölfar stöđugrar vöruţróunar hjá Stjörnu-Odda.  Nú eru komin  á markađ ný gerđ merkja DST-micro sem framleidd hafa veriđ í samstarfi viđ Veiđimálastofnun og gera ađ verkum ađ nú er í fyrsta sinn unnt ađ merkja sjógönguseiđi Atlantshafslaxi allt niđur í 60 g. stćrđ.  Merkiđ skráir hitastig og dýpi í minni sitt og gefur ţannig möguleika á hnattrćnni stađsetningu lífverunnar (geo location) međ notkun gervihnattagagna af yfirborđshita sjávar (SST) og samanburđi viđ gögn af hitastigi og dýpi sem skráđst hefur í minni merkjanna hjá endurheimtum löxum.  Ţannig ćtti ađ vera unnt ađ kortleggja farleiđir og búsvćđi laxa í sjó á mismunandi árstímum 
DST-micro merkin eru einungis 8,3 mm ađ ţvermáli, 24,4 mm ađ lengd og vega  2,5 g. í vatni (sjá töflu).  Merkin mćla dýpi (ţrýsting) og hita °C.
 
  
Tćknilegar upplýsingar er varđa DST- micro rafeindamerki

 

Ţvermál: 8,3 mm              Minnisrýmd:

43.476 mćlingar á ári. 

21.738 mćl. pr. nema

Lengd: 25,4 mm Líftími rafhlöđu: 12+ mánuđir
Ţyngd: 2,5 g í vatni Minnisgeymsla: 25 ár
Rúmmál: 2,2 cm2

 

   

 

Mćlimerkjaverkefniđ
Kiđafellsá í Hvalfirđi

Sumariđ 2005 var í fyrsta sinn sleppt mćlimerktum laxaseiđum (DST-micro) í Kiđafellsá í Kjós.  Verkefniđ er unniđ í samstarfi Veiđimálastofnunar viđ fyrirtćkiđ Stjörnu-Odda og laxeldisstöđina á Laxeyri í Borgarfirđi.  Kiđafellsá í Hvalfirđi var tekin á leigu til verkefnisins sem unniđ verđur á árunum 2005 til 2009.  Áćtlađ er ađ sleppa alls 900 mćlimerktum seiđum árin 2005 til 2007 og verkefninu lýkur áriđ 2009, en ţá er von á síđustu merktu fiskunum úr sleppingunum.
 
Laxaseiđin sem notuđ eru í verkefninu eru eldisseiđi ţar eđ mćlimerkin eru enn of stór til ađ náttúruleg sjógönguseiđi geti boriđ merkin.  Seiđin eru séralin undan tveggja ára laxi og hófst eldi á fyrsta árganginum haustiđ 2003.  Veiđimálastofnun hefur veriđ ađ ţróa ađferđir viđ eldisferil og merkingu seiđanna til ađ tryggja sem bestan árangur af verkefninu.
 
Mćlimerkjaverkefniđ er afar kostnađarsamt og er án efa stćrsta rannsóknarverkefniđ sem Veiđimálastofnun hefur sett af stađ.  Verkefniđ er m.a. fjármagnađ međ sérstöku framlagi frá Alţingi.

 

 

Ítarefni um rannsóknir á laxi í sjó