VeiđinýtingLífríkiRannsóknirRáđgjöf
Leita
English
Stćrsta letur
Miđstćrđ leturs
Minnsta letur
Rafrćn veiđiskráning
Rafrćn veiđiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorđ
Höfundur
Ullarfoss í Svartá

Sjóbleikjurannsóknir í Vesturdalsá og Nýpslóni

 

 
     Viđamiklar rannsóknir hafa veriđ um árabil á fiskstofnum Vesturdalsár í Vopnafirđi, en í ánni er ađ finna bćđi lax og sjóbleikju.  Vesturdalsá fellur í Nýpslón, sem er ísalt, međ mjög litla seltu viđ ós Vesturdalsár en hćrri seltu eftir ţví sem utar dregur.  Nýpslón virđist hafi mikla ţýđingu varđandi lífsferil og far sjóbleikjunnar í Vesturdalsá, bćđi
Hljóđsendimerki. Myndin er fengin af heimasíđu Vemco (www.vemco.com)
vegna ţess ađ ţar getur bleikjan fundiđ ţá seltu sem hentar henni hverju sinni og einnig er ţar mikiđ af fćđu.  Ađstćđur í lóninu ćttu ţví ađ nýtast bleikju af mismunandi stćrđum, en leiddar hafa veriđ ađ ţví líkur í fyrri rannsóknum ađ ađstćđur í lóninu hafi mikil áhrif varđandi bleikju sem er ađ ganga í fyrsta skipti til sjávar. 

 

     Til ađ skođa far stćrri bleikju úr Vesturdalsá til sjávar og mikilvćgi Nýpslóns í lífsferlinum voru bleikjur merktar voriđ 2005 međ s.k. hljóđsendimerkjum, en ţau senda frá sér einkennandi púlsa af hljóđi ţannig ađ međ móttökubúnađi er hćgt ađ greina sundur merkta einstaklinga.  Til ađ skrá far merktrar bleikju voru notuđ sjálfvirk hlustunardufl.  Ţeim var komiđ fyrir á föstum stöđum og skráđu í minni dagsetningu, tíma og númer merkis sem greindist innan hlustunarsviđs duflanna (um 500 m).  Í rannsókninni var alls 8 hlustunarduflum komiđ fyrir í vatnakerfinu, ţ.e. ţremur í Vesturdalsá, fjórum í Nýpslóni og einu utan viđ ós Nýpslóns.

 

     Alls voru 10 bleikjur veiddar í Nýpslóni og merktar, en áđur hafđi hlustunarduflunum veriđ komiđ fyrir á fyrrgreindum stöđum.  Flestar bleikjurnar sem gengu í sjó, dvöldu tćpan mánuđ í lóninu fyrir sjógöngu.  Af ţeim bleikjum sem gengu úr Nýpslóni í sjó, skiluđu ţrjár sér alla leiđ upp í Vesturdalsá aftur.  Ţegar ţćr komu fram uppi í ánni voru
Hljóđnemi viđ upptöku haustiđ 2005
liđnir á bilinu 69 til 85 dagar frá ţví ađ ţćr voru merktar.  Bleikjurnar dvelja ţví í lóninu umtalsverđan hluta ţess tíma sem ţćr eru utan árinnar. 
 
   Rannsóknunum verđur fram haldiđ sumariđ 2006, en auk hljóđsendimerkja verđa bleikjur ţá einnig merktar međ mćlimerkjum (DST CTD), en ţau skrá hita, seltu og dýpi á farleiđ fisksins.  Tćkjasjóđur RANNÍS veitti styrk til tćkjakaupa vegna verkefnisins, en auk ţess styrkja Framleiđnisjóđur landbúnađarins og  Atvinnuţróunarfélag Austurlands verkefniđ.
 
 

 

 

 

 

 

 

Heimildir

 

Ingi Rúnar Jónsson og Ţórólfur Antonsson 2005. Emigration of age-1 Arctic charr, Salvelinus alpinus, into a brachish lagoon. Environmental Biology of Fishes, 74:195-200.

 

Ingi Rúnar Jónsson og Ţórólfur Antonsson.  2005.  Rannsóknir á sjóbleikju úr Vesturdalsá međ rafeindamerkjum, sumariđ 2005.  Áfangaskýrsla  Skýrsla Veiđimálastofnunar, VMST-R/0518.  12 bls.