VeiđinýtingLífríkiRannsóknirRáđgjöf
Leita
English
Stćrsta letur
Miđstćrđ leturs
Minnsta letur
Rafrćn veiđiskráning
Rafrćn veiđiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorđ
Höfundur
Litla-Fossvatn í Veiđivötnum

Yfirlitskönnun íslenskra vatna

 
     Yfirlitskönnun íslenskra vatna er samstarfsverkefni fjögurra stofnana sem stunda rannsóknir á lífríki ferskvatns ţ.e. Veiđimálastofnunar, Háskóla Íslands, Hólaskóla (Háskólans á Hólum) og Náttúrufrćđistofu Kópavogs.  Markmiđiđ var ađ byggja upp opinn gagnagrunn međ samrćmdum upplýsingum um vistfrćđi stöđuvatna hér á landi s.s. líffrćđi, jarđfrćđi, vatnafrćđi og eđlis- og efnaţćtti.  Gagnagrunnurinn nýtist vísindamönnum viđ rannsóknir sínar, stjórnvöldum viđ stefnumótun og ákvarđanatöku og hverjum ţeim öđrum sem umgangast eđa nýta vötn.  Einnig hefur hann koma ađ góđum notum viđ kennslu í skólum og frćđslu almennings.  Vegna mikils breytileika í jarđsögu Íslands verđur athugađ hvort slíkur breytileiki nćr til lífríkis vatnanna eftir ţví á hvernig jarđlögum ţau eru, en vísbendingar eru í ţá átt.  Ţađ er síđan forsenda flokkunar vatnanna m.t.t. breytilegs lífríkis eftir gerđ vatna og forspá um lítt könnuđ vötn til hvađa flokks ţau teljist. 
 

Rannsóknarađferđir - verkţćttir

Vötn voru valin í verkefniđ ţannig ađ ţau vćru dreifđ um allt Ísland (sjá mynd hér ađ neđan), nćđu til allra flokka jarđlaga, vatnafrćđi og myndunarsögu.  Úr hverju vatni var safnađ:
 
 1. Umhverfisupplýsingum.  Eđlis- og efnaţćttir s.s. hitastig, leiđni, sýrustig, auk ţess sem safnađ var vatnssýnum til nánari efnagreiningar.  Auk ţess var landinu umhverfis vatniđ lýst ţ.e. gróđurfari, hvort ađ ţví lćgju melar, mýrar, hraun osfr. Gerđ vatnsstćđisins var lýst, dýpi ţess, lögun og í- og úrrennsli metiđ.
 2. Lífríki
  • Gróđurfar vatnanna var metiđ međ ţví ađ kraka var dregin eftir botni á fjórum sniđum, eitt úr hverri höfuđátt.  Gróđurinn var greindur til tegunda og ţekja hans metin. Kísilţörungum var safnađ úr seti á mesta dýpi í vatninu.
  • Hryggleysingjum var safnađ af ţrenns konar búsvćđum: a) fjörulífssýni međ ţví ađ skrubba 5 steina í fjörum úr hverri höfuđátt;  b) botndýrasýni međ kajak (5 sýni) á 2-4 stöđvum eftir stćrđ vatns, eitt á mesta dýpi vatnsins og c) svifdýrasýnum međ fínriđnum netháfi (3 höl) á sömu stöđvum og botnsýnin.
  • Fiskar skipuđu veglegan sess en sýnum af ţeim var safnađ međ 1 eđa 2 netaröđum (eftir stćrđ vatns) frá 12 - 60 mm möskvastćrđum.  Talinn var afli í hverri möskvastćrđ og ţar međ afli/sóknareiningu af hvorri tegund ef um bćđi bleikju og urriđa var ađ rćđa og lax í einstaka tilvikum.  Eftirfarandi ţćttir voru skráđir hjá 60 einstaklingum af hvorri tegund;  lengd, ţyngd, kyn, kynţroski, holdlitur, aldur (í hreistri og kvörnum),  sníkjudýr og magainnihald.  Einnig voru 40 bleikjur ljósmyndađar og svipfarseinkenni ţeirra mćld nákvćmlega og á sömu fiskum taldir tálkntindar.  Ef augljóst var ađ um fleiri en eina svipfarsgerđ vćri ađ rćđa í hverju vatni var sýnafjöldi aukinn.  Hornsílum var safnađ sérstaklega í ţar til gerđar gildrur.
  • Fuglars em viđ vötnin sáust, voru greindir til tegunda og taldir.
  • Auk ţessa var oft safnađ sérhćfđum sýnum fyrir önnur verkefni sem tengdust yfirlitskönnuninni s.s lifrarsýnum fyrir rađgreiningu á erfđaefni fiskanna og nýrnasýnum vegna faraldsfrćđirannsókna á nýrnaveiki í villtum fiskum.
 

Stađsetning 69 stöđuvatna í gagnagrunni verkefnisins Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna. Berggrunnur á rauđu landssvćđi (A) eru basísk og ísúr hraun frá nútíma (< 0,01 milljón ára), á dökkbláum svćđum (B) eru basísk og ísúr hraunlög (grágrýti) og móberg frá síđari hluta ísaldar (0,01-0,8 milljón ára), á ljósbláum svćđum (C) eru basískt og ísúrt gosberg frá Síđ-Plíósen og fyrri hluta ísaldar (0,8-3,3 milljón ára) og á grćnum svćđum (D) eru basískt og ísúrt gosberg frá Síđ-Tertíer (> 3,3 milljón ára).  

 

 

 

Heimildir og ritskrá

 

Hilmar J. Malmquist. Yfirlitskönnun á lífríki stöđuvatna. Lesbók Morgunblađsins. Greinaflokkur um Rannsóknir á Íslandi. 13. apríl. 1996. Kynning á samstarfsverkefni Bćndaskólans ađ Hólum, Líffrćđistofnunar Háskólans, Náttúrufrćđistofu Kópavogs og Veiđimálastofnunar.

 

H. Jónsdóttir, H. J. Malmquist, S.S. Snorrason, G. Guđbergsson & S. Guđmundsdóttir. Epidemiology of Renibacterium salmoninarum in wild Arctic charr and brown trout in Iceland. 1998. Journal of  Fish Biology. 53: 322-339.

 

Jónsson, G.St., Malmquist, H.J., Snorrason, S.S. & Einarsson, K. 1999. Hydrogeological determinants

of nutrient availability in Icelandic lakes. Abstract presented at: Northern Research Basins (NRB) –

Twelfth International Symposium and Workshop. Reykjavík, Kirkjubćjarklaustur and Höfn,

Hornafjörđur, Iceland. August 23-27, 1999.

 

Hilmar J. Malmquist, Ţórólfur Antonsson, Guđni Guđbergsson, Skúli Skúlason & Sigurđur S. Snorrason. 1999. Different geological scales and diversity of littoral animals in Icelandic lakes. Abstract and poster presented at: Nordic Benthological Meeting, September 9-12, 1999. University of Jyväskylä, Finland.

 

Hilmar J. Malmquist, Gunnar St. Jónsson, Sigurđur S. Snorrason & Kristinn Einarsson. 1999. Nćringarefni í íslenskum stöđuvötnum. Útdráttur. Bls. 94. Í: Líffrćđirannsóknir á Íslandi. Afmćlisráđstefna Líffrćđifélags Íslands og Líffrćđistofnunar Háskólans. Hótel Loftleiđum 18.-20. nóvember 1999. Háskólaútgáfan. Háskóli Íslands.

 

Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Ţórólfur Antonsson, Guđni Guđbergsson, Skúli Skúlason & Sigurđur S. Snorrason. 1999. Líffrćđileg fjölbreytni í fjöruvist íslenskra stöđuvatna. Útdráttur. Bls. 95. Í: Líffrćđirannsóknir á Íslandi. Afmćlisráđstefna Líffrćđifélags Íslands og Líffrćđistofnunar Háskólans. Hótel Loftleiđum 18.-20. nóvember 1999. Háskólaútgáfan. Háskóli Íslands.

 

Hilmar J. Malmquist, Ţórólfur Antonsson, Guđni Guđbergsson, Skúli Skúlason & Sigurđur S. Snorrason. 1999. Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra stöđuvatna. Útdráttur. Bls. 95. Í: Líffrćđirannsóknir á Íslandi. Afmćlisráđstefna Líffrćđifélags Íslands og Líffrćđistofnunar Háskólans. Hótel Loftleiđum 18.-20. nóvember 1999. Háskólaútgáfan. Háskóli Íslands.

 

Malmquist, H.J., Antonsson, Th., Guđbergsson, G., Skúlason, S. & Snorrason, S.S. 2000. Biodiversity of macroinvertebrates on rocky substrate in the surf zone of Icelandic lakes. Verh. Internat. Verein. Limnol. 27: 121-127.

 

Hilmar J. Malmquist, Jón S. Ólafsson, Guđni Guđbergsson, Ţórólfur Antonsson, Skúli Skúlason og Sigurđur S. Snorrason 2003.  Vistfrćđi- og verndarflokkun íslenskra stöđuvatna. Verkefni unniđ fyrir Rammaáćtlun um nýtingu vatnsafls og jarđvarma. Áfangaskýrsla –Náttúrufćrđistofa Kópavogs.