VeiđinýtingLífríkiRannsóknirRáđgjöf
Leita
English
Stćrsta letur
Miđstćrđ leturs
Minnsta letur
Rafrćn veiđiskráning
Rafrćn veiđiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorđ
Höfundur
Baulárvallavatn á Snćfellsnesi

EURO-LIMPACS

 

Áhrif hnattrćnna breytinga á vistkerfi ferskvatns – rannsóknarverkefni styrkt af 6. rammaáćtlun Evrópusambandsins

 
      Horft út Miđdal, ţar sem streyma fram fjöldi heitra og kaldra lćkja

     Í ársbyrjun 2004 var hleypt af stokkunum viđamiklu fimm ára rannsóknarverkefni á vegum Evrópusambandsins (6. rammaáćtlun ESB) undir heitinu EURO-LIMPACS. Meginmarkmiđ verkefnisins er ađ meta áhrif hnattrćnna breytinga á vistkerfi ferskvatna í Evrópu. Sérstök áhersla er lögđ á ađ tvinna saman rannsóknir á ólíkum vistkerfum og taka rannsóknirnar jafnt til stöđuvatna, straumvatna og votlendis. Ekki hefur áđur veriđ ráđist í jafn heildstćđar vistkerfisrannsóknir á ţessu sviđi á vegum Evrópulandanna.
     Alls taka 37 stofnanir ţátt í verkefninu frá 19 löndum, ţ.m.t. frá Íslandi međ ţátttöku Veiđimálastofnunar, Náttúrufrćđistofu Kópavogs, Náttúrurannsóknastöđvarinnar viđ Mývatn og Háskóla Íslands. Heildarupphćđ styrkja til verkefnisins er um 20 milljónir Evra og ţar af renna um 15 milljón króna til Íslands.  Jón S. Ólafsson sérfrćđingur á Veiđimálastofnun stýrir verkinu fyrir hönd Íslands, en auk hans sitja í verkefnisstjórn Hilmar J. Malmquist, Árni Einarsson og Gísli Már Gíslason.
     Íslensku stofnanirnar taka einkum ţátt í ađ spá fyrir um áhrif loftslagsbreytinga á fćđuvef og efnabúskap í vötnum. Međal viđfangsefna eru samkeyrslur og greiningar á upplýsingum í fyrirliggjandi gagnagrunnum sem taka til loftslagsţátta, líffrćđi og efnafrćđi, og ná til stöđuvatna, straumvatna og votlendis. Íslensku gagnagrunnarnir sem koma ađ notum í ţessu sambandi eru annars vegar úr rannsóknaverkefninu „Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra stöđuvatna“ og „Vatnsföll á Íslandi“. Einnig verđa settar upp tilraunir ţar sem viđbrögđ lífríkis verđa könnuđ m.t.t. breytinga á vatnshita og styrk nćringarefna. Ţá verđa teknir djúpkjarnar í völdum stöđuvötnum á Íslandi og saga vatnanna m.t.t. loftslags og lífríkis lesin úr jurta- og dýraleifum sem varđveist hafa í botnsetinu.
Tveir af átta lćkjum í Miđdal sem notađir eru viđ tilraunirnar. Í gulu römmunum má sjá upplýsingar um sýrustig, hita og leiđni vatnsins. Fjarlćgđ á milli lćkjanna er minnst 1,5 m.
     Auk ţátttöku starfsmanna íslensku stofnananna fjögurra í EURO-LIMPACS verkefninu koma háskólanemar ađ ţví og taka ađ sér námsverkefni til prófgráđu. Ţá koma hingađ til lands vísindamenn frá Englandi, Danmörku og Hollandi og sinna ýmsum rannsóknum tengdu verkefninu. Nú ţegar eru fimm nemendur ađ vinna ađ framhaldsnámsverkefnum (PhD og MSc) hér á landi tengdu EURO-LIMPACS. Á síđastliđnu ári fóru fram viđamiklar rannsóknir á fjórum stöđuvötnum á Suđvesturlandi ţar sem jarđhita gćtir (Laugarvatn og Kleifarvatn) og í hliđstćđum vötnum án jarđhitaáhrifa (Apavatn og Djúpavatn) međ ţađ ađ markmiđi ađ spá fyrir um áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi stöđuvatna.  Á jarđhitasvćđunum í Hengladölum  og Grćndal hafa stađiđ yfir tilraunir á áhrifum jarđhita og nćringarefna á vistkerfi votlendisgróđurs og lífverur í lćkjum.  Ađ ţessum rannsóknum koma m.a. tveir doktorsnemar, Elísabet Ragna Hannesdóttir og Rakel Guđmundsdóttir er hófu rannsóknir í júlí á síđasta ári á áhrifum aukinnar ákomu nćringarefna og hita á vistkerfi straumvatna í Hengladölum.  Ţćr munu hafa ađstöđu á Veiđimálastofnun auk Líffrćđistofnunar Háskólans.

 

  

Frekari upplýsingar um verkefniđ má finna á heimasíđu verkefnisins: http://www.eurolimpacs.ucl.ac.uk/