VeiđinýtingLífríkiRannsóknirRáđgjöf
Leita
English
Stćrsta letur
Miđstćrđ leturs
Minnsta letur
Rafrćn veiđiskráning
Rafrćn veiđiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorđ
Höfundur
Vatnsberi í Berufirđi

Vistfrćđi tjarna og smávatna

 
1. mynd. Tjarnir í Belgjarskógi, norđan Mývatns
     Undanfarin ár hefur Jón S. Ólafsson stýrt rannsókn á vistfrćđi tjarna og smávatna, bćđi á hálendi og láglendi hérlendis.  Verkefniđ hófst 2001 međ rannsóknum á vistfrćđi tjarna í Belgjarskógi, norđan Mývatns (1. mynd).  Síđar fóru af stađ rannsóknir á tjörnum í fuglafriđlandinu í Flóanum (2. mynd) og víđar.  Í framhaldi af ţessu fóru af stađ kerfisbundnar rannsóknir á tjarnavistkerfum víđa um land međ áherslu á heiđatjarnir eđa tjarnir á hálendi (3. mynd).  Rannsóknaverkefniđ var í fyrstu styrkt af Rannsóknasjóđi Háskóla Íslands (međan Jón S. Ólafsson var dósent viđ HÍ) og međ forverkefnastyrk frá Rannsóknasjóđi Íslands.  Nýlega fékkst styrkur frá RANNÍS til frekari rannsókna á vistkerfi heiđatjarna.  Verkefniđ verđur unniđ á tímabilinu 2006-2009 í samstarfi viđ Líffrćđistofnun Háskólans, Náttúrufrćđistofnun Íslands og Náttúrufrćđistofu norđausturlands.  Á nćstu ţremur árum er ćtlunin ađ rannsaka tjarnir á votlendissvćđum á Vestfjarđarkjálkanum, Norđvesturlandi og miđhálendi landsins (merkt međ grćnum punktum á 3. mynd).

 

2. mynd. Tjarnir í Flóanum.

      Votlendar heiđar er allvíđa ađ finna hér á landi, á mörgum ţeirra er ađ finna urmul tjarna og smávatna.  Ţau vistkerfi sem ţarna hafa mótast í áranna rás eru í flestum tilfellum sú orku- og nćringarefnauppspretta sem vistkerfi neđar á vatnasviđunum mótast af, m.a. helstu laxveiđiár landsins.  Ástćđan fyrir ţví ađ sjónum er fyrst og fremst beint ađ heiđa- og hálendistjörnum er sú ađ ţau vistkerfi eru á margan hátt sérstćđ í náttúru Íslands, m.a. vegna ţess hversu blettótt útbreiđsla ţeirra er á hálendinu (yfir 300-600 m y.s.) og ţar međ áhugaverđ út frá vistfrćđilegum og ţróunarfrćđilegum forsendum.  Auk ţess er náttúruverndargildi ţessara vistkerfa mikiđ en umtalsverđ skerđing hefur átt sér stađ á votlendum á hálendi landsins og útlit er fyrir ađ svo verđi áfram í náinni framtíđ, m.a. vegna vatnsaflsvirkjana. 

 

Markmiđ rannsóknarinnar sé ţríţćtt:
  1. Ađ afla grunnupplýsinga um vistfrćđi tjarna á hálendum heiđum og hafa tjarnir á láglendi í sömu landshlutum til viđmiđunar.
  2. Ađ meta breytileika í samfélagsgerđum smádýra í tjörnum og svara ţví hvort samfélög, einkum smádýra, endurspegli landfrćđilega stađsetningu fremur en innbyrđis skyldleika og ţví varpa ljósi á tengsl samfélagsgerđa innan og milli landsvćđa međ mismunandi jarđfrćđi og vatnasviđseinkenni.
  3. Ađ ráđa í hvađa ţćttir ţađ eru sem helstir móta ţau samfélög smádýra sem finnast í tjörnum og smávötnum.

            3. mynd Stađsetning rannsóknasvćđa í rannsókn á vistkerfum tjarna á Íslandi. Sýnatökur hafa fariđ fram á ţeim svćđum sem merkt eru međ gulum punktum, ţau svćđi sem merkt eru međ grćnum punktum verđa rannsökuđ 2006-2008.

     Til ađ ná settum markmiđum er gert ráđ fyrir ađ kanna landfrćđilegan breytileika (innan svćđa og milli svćđa) auk ţess ađ taka međ breytileika í tíma sem gert verđur međ endurteknum sýnatökum innan árs og sýnum af lífveruleifum úr seti sem veita upplýsingar um hvađa mý- og krabbadýrategundir hafa fundist í hverri tjörn.