VeiđinýtingLífríkiRannsóknirRáđgjöf
Leita
English
Stćrsta letur
Miđstćrđ leturs
Minnsta letur
Rafrćn veiđiskráning
Rafrćn veiđiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorđ
Höfundur
Bjarnafoss í Tungufljóti

Lífshćttir sjóbirtings og nýting sjóbirtingsstofna

 

Markmiđ verkefnisins er ađ auka ţekkingu á líffrćđi og lífsháttum tegundarinnar og samspili umhverfisţátta viđ umhverfisţćtti og ađ kanna á hvern hátt sjóbirtingsstofnar séu best nýttir međ tilliti til viđgangs tegundarinnar og arđsemi veiđanna.  Aukin ţekking á sjóbirtingsstofnum er undirstađa skynsamlegrar umgengni viđ ţessa fiskstofna í framtíđinni, samtvinnun verndar- og nýtingarsjónarmiđ. Rannsóknir ţessar hófust áriđ 1995 og fara ţćr fram í Grenlćk og á vatnasvćđi Skaftár í Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Áđur en verkefni ţetta hófst höfđu fremur litlar rannsóknir veriđ gerđar á sjóbirting hér á landi. Sjóbirtingur er ríkjandi tegund laxfiska í ám í Vestur-Skaftafellssýslu.  Ţađ sem öđru fremur einkennir ţetta svćđi eru mikil sandsvćđi á neđri hluta vatnakerfanna.  Ósar eru gjarna óstöđugir og sumir eiga ţađ til ađ lokast um lengri eđa skemmri tíma.  Sjóbirtingur virđist kunna vel viđ sig á slíkum svćđum. Sjóbirtingurinn í Vestur-Skaftafellssýslu er óvenju stórvaxinn og hreistursathuganir hafa sýnt ađ vöxtur í sjó er góđur.  Hann er ţví eftirsóttur til stangveiđi sem er mjög mikilvćg tekjulynd fyrir byggđina í Vestur-Skaftafellssýslu.  Sjóbirtingur er veiddur ađ vori á leiđ í sjó, á leiđ í árnar eftir sumarlanga dvöl í sjó.   Ţví má ćtla ađ sjóbirtingsstofnar geti orđiđ fyrir allmiklu veiđiálagi.  Veiđi hefur veriđ vel skráđ í nokkrum ám í Vestur-Skaftafellssýslu síđustu áratugina.   Samfelld gögn um veiđi eru til úr Geirlandsá á vatnasvćđi Skaftár frá árinu 1970. 
 

Göngur sjóbirtings á hrygningarstöđvar í Grenlćk áriđ 1998 samkvćmt fiskteljara viđ Seglbúđir. Myndin sýnir einnig vatnshita og rennsli í Grenlćk, tunglstöđu og úrkomu á Kirkjubćjarklaustri.

 

 

Rannsóknarađferđir – verkţćttir

 

  • Seiđarannsóknir eru gerđar árlega í Grenlćk og á vatnasvćđi Skaftár. Metin er vísitala ţéttleika eftir árgöngum, vöxtur, holdafar og fćđa athuguđ međ sérstakri áherslu á urriđa. Sömu stöđvar eru veiddar árlega til ađ meta breytingar á milli ára.

 

  • Merkingar á sjóbirtingi međ slöngumerkjum í ţeim megintilgangi ađ meta far, ratvísi og vöxt og endurheimtuhlutfall í vor- og haustveiđi.  Á árunum 1995-1999 voru samhliđa gerđar rannsóknir međ mćlimerkjum.
 
  • Aldursrannsóknir.  Međ rannsóknum á hreistri er greindur aldur og lífssaga sjóbirtinganna metin.  Bakreiknađur hefur veriđ  vöxtur í fersku vatni og sjó, ákvörđuđ stćrđ viđ fyrstu sjávargöngu og kynţroska.
 
  • Fiskteljari hefur veriđ starfrćktur í Grenlćk frá árinu 1996. Teljarinn telur fisk á göngu upp lćkinn. Međ notkun hans fást upplýsingar um gönguhegđun, mat á stćrđ hrygningarstofns sjóbirtings og mat á veiđiálagi.  Viđ mat á breytingum í stofnstćrđ eru veiđitölur einnig lagđar til grundvallar.
 
 

 

Talsverđur breytileiki hefur komiđ fram í seiđabúskap og gengd sjóbirtings sem ađ hluta hefur veriđ hćgt ađ rekja til umhverfisađstćđna. Gott samband hefur fundist milli veiđitalna ofan teljara og teljaratalna. Frá árinu 2010 hefur teljarinn tekiđ hreyfimyndir af fiski sem gerir greiningu á tegundum árćđanelgri. Hann gefur og tćkifćri til ţess ađ greina frekar útlit fiska m.a. hvort fiskar beri sár eftir sćsteinsugu, en slík sár hafa greinst í auknum mćli á sjóbirtingi á Suđurlandi.
 
Lífsháttarannsóknirnar hafa fengiđ stuđning og velvilja ýmissa ađila, ekki síst heimamanna og stangveiđimanna.  Fjárstuđningur hefur fengist frá Fiskrćktarsjóđi og Rannsóknarsjóđur hefur veitt fjárstuđning til kaupa á fiskteljaranum Árvaka.

 

 

 

 

Heimildir og ítarefni.

 

Magnús Jóhannsson, Benóný Jónsson og Ingi Rúnar Jónsson 2014. Fiskgöngur og seiđarannsóknir í Grenlćk árin 2011 til 2013. Veiđimálastofnun, VMST/14042: 25 bls.
 
Magnús Jóhannsson 2014. Sea trout in Skafta river system, Iceland. Salmo trutta. The journal of the wild trout trust, 17: 78-81.
 
Ţórólfur Antonsson og Magnús Jóhannsson 2012. Life history traits og sea trout in two Icelandic rivers. Icelandic Agricultural Sciences. 25: 67-78.
 
Ţórólfur Antonsson og Magnús Jóhannsson 2011. Ţćttir úr lífssögu sjóbirtings í Grenlćk og Leirvogsá. Rit Frćđaţings landbúnađarins: 291-293.
 
Magnús Jóhannsson 2011. Sjóbirtingur í Skaftárhreppi. Dynskógar 12: bls 71-80
 
Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson 2011. Fiskgöngur og seiđarannsóknir í Grenlćk árin 2009 til 2010. Veiđimálastofnun, VMST/11045: 13 bls.
 
Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson, 2008.  Rannsóknir á fiskgöngum í Grenlćk međ fiskteljara. VMST/08004: 22 bls.
 
Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson 2007. Fiskigöngur og seiđarannsóknir í Grenlćk 2006. Veiđimálastofnun, VMST/07013: 10 bls. 
 
Magnús Jóhannsson, Guđni Guđbergsson og Benóný Jónsson, 2005. Seiđarannsóknir og veiđi í Grenlćk í Landbroti í kjölfar vatnsţurrđar áriđ 1998. Veiđimálastofnun, VMST-S/05004X: 20 bls.
 
Magnús Jóhannsson, Sigurđur Guđjónsson og Erlendur Björnsson, 2002. Migration behaviour of brown trout, Salmo trutta L, in River Grenlaekur south east Iceland.  Í: ráđstefnuriti, Freshwater Fish Migration and Fish Passage, Fishway 2001, sem haldin var í Reykjavík í september 2001: 61-64.
 
Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson, 2001. Vatnasvćđi Skaftár og lindarvötn í Landbroti. Lífsskilyrđi og útbreiđsla laxfiska. VMST-S/01001X: 65 bls.
 
Magnús Jóhannsson og Guđni Guđbergsson, 1999. Könnun á seiđaástandi í Grenlćk og Tungulćk vegna vatnsţurrđar áriđ 1998.  Veiđimálastofnun VMST-S/99002X: 16 bls.
 
Magnús Jóhannsson, Sigurđur Guđjónsson og Jóhannes Sturlaugsson, 1999.    Fisktalning og göngur í Grenlćk árin 1996 til 1998. Veiđimálastofnun VMST-S/99005: 13 bls.
 
Magnús Jóhannsson, 1999.  Seiđabúskapur í ţverám Skaftár.  Seiđarannsóknir áriđ 1998.  Veiđimálastofnun VMST-S/99004: 12 bls.