VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Snjóölduvatn í Veiðivötnum

 

Upplýsingastefna Veiðimálastofnunar

 

 
Upplýsingastefnan er hluti af annarri stefnumótun stofnunarinnar og í samræmi við hana.

 

Tilgangur stefnumiðunar í upplýsingamálum er eftirfarandi:

Að varsla gagna sé trygg og skipuleg.
Að upplýsingar um fagmálefni séu aðgengilegar almenningi.
Að skapa traust á milli almennings og Veiðimálastofnunar.
Að miðlun upplýsinga til starfsmanna, almennings og fjölmiðla sé greið.
 
Fyrirspurnir verði afgreiddar á skipulegan máta.
Heimasíða stofnunarinnar verði nýtt til að koma upplýsingum og fræðsluefni á framfæri.

 

Hverjir bera ábyrgð

Forstjóri ber ábyrgð á upplýsingastefnu Veiðimálastofnunar og viðhaldi hennar.
Sviðstjórar bera ábyrgð á framkvæmd.
Hver og einn starfsmanna ber ábyrgð á upplýsingagjöf sinni til almennings, þannig að tryggt sé að sá einn veiti upplýsingar sem til þess hafi sérþekkingu.
Ef þær aðstæður skapast að þörf sé á upplýsingum án tafar skulu starfsmenn gæta faglegrar ábyrgðar.

 

Upplýsingaflæði frá stofnun

Heimasíða verði notuð til að birta rannsóknaniðurstöður og þar geti almenningur öðlast yfirsýn yfir starfsemi stofnunarinnar. Dæmi um slíkt er skýrslugrunnur á heimasíðu. Aðgengi að upplýsingum og gögnum er í samræmi við upplýsingalög.
 

Upplýsingaflæði til starfsmanna

Mikilvægt er að sérhver starfsmaður sé meðvitaður um helstu verkefni stofnunarinnar. Hvatt er til umræðu og skoðanaskipta á meðal starfsmanna um fagmálefni og öll önnur mál sem tengjast starfsemi Veiðimálastofnunar.

 

Leiðir til þess að tryggja innra upplýsingaflæði:

Starfsmannafundir, sbr. starfsmannastefna.
Fagfundir, sbr. starfsmannastefna.
Innri vefur heimasíðu.
Námskeið sem Veiðimálastofnun heldur fyrir starfsfólk.
Stuðningur við starfsmannafélag Veiðimálastofnunar (SVEIM).
 
Merki Veiðimálastofnunar skal ávallt auðkenna starfsemina og hvers kyns útgefið efni.