VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Bjarnafoss í Tungufljóti

Umhverfisstefna Veiðimálastofnunar

 

 

Í daglegu starfi stofnunarinnar og við stefnumótun er leitast við að valda sem minnstri mengun og álagi á auðlindir og umhverfi.
Umgengni starfsmanna um náttúru landsins skal vera til fyrirmyndar, ásamt því að hvatt er til bættrar umgengni annarra um hana.

 

Framkvæmd og útfærsla


Öll starfsemi Veiðimálastofnunar skal taka mið af umhverfisvernd og sjálfbærri þróun í samræmi við markmið Staðardagskrár 21.
 
Að eiga góða samvinnu við stjórnvöld, aðrar stofnanir, fyrirtæki, samtök og einstaklinga um markmið og leiðir í umhverfismálum.
 
Nýta orku og aðföng sem best, velja viðurkenndar umhverfisvænar vörur, endurnota og endurvinna úrgang sem fellur til í rekstrinum eftir því sem kostur er, farga spilliefnum á viðeigandi hátt og tryggja að vinnuumhverfi sé heilsusamlegt.
 
Starfsmenn í rannsóknaferðum sýna gott fordæmi með góðri umgengni við náttúruna og viðhafa háttvísi í samskiptum við aðra ferðamenn.
Að efla umhverfisvitund og áhuga starfsmanna á mikilvægi umhverfismála.
Að leggja áherslu á snyrtilegt, heilsusamlegt og öruggt vinnuumhverfi svo að starfsfólki líði vel við vinnu sína.

 

Að öðru leyti er vísað til umhverfisstefnu ríkisins