VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Ullarfoss í Svartá

Veiðin 2006

Nokkur samdráttur varð í veiði sumarið 2006 eftir metveiði sumarsins 2005. Alls veiddust 45.545 laxar úr ám landsins sumarið 2006. Af þeim var 8.735 (19,2%) sleppt aftur og var heildar fjöldi landaðra laxa (afli) því 36.810 laxar. Alls var þyngd landaðra laxa (afla) í stangveiði 96.744 kg. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 32.244 voru smálaxar alls 74.502 kg og 4.566 stórlaxar, 22.242 kg. Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 5.785 smálaxar og 2.950 stórlaxar. Hlutfall smálaxa sem sleppt var, var 15,2% en hlutfall stórlaxa í sleppingum 39,3%. Flestir laxar veiddust á Vesturlandi 16.125, af þeim var 1.964 sleppt og afli 14.161 laxar sem voru 34.534 kg. Minni veiði var í öðrum landshlutum.
Í netaveiði var aflinn 5.953 laxar sumarið 2006, sem samtals vógu 16.544 kg. Af þeim veiddust langflestir á Suðurlandi 5.661 en mun færri í öðrum landshlutum. Í net veiddust 4.455 smálaxar sem vógu 13.876 kg og 1.498 stórlaxar sem vógu 2.668 kg. Enginn lax endurheimtist úr hafbeit.

Silungsveiðin

 

Alls voru skráðir 42.704 urriðar í stangveiði en af þeim var 8.204 sleppt aftur. Afli urriða var því 34.500 fiskar og vógu þeir 38.350 kg (tafla 4). Af bleikjum veiddust 29.704 en 846 bleikjum var sleppt aftur og aflinn því 28.858 bleikjur og þyngd aflans 22.358 kg.
 
Uppgefin silungsveiði í net var alls 21.338 urriðar og 11.450 bleikjur. Mest var silungsveiði í net á Suðurlandi.


Til baka

Senda á Facebook


yfirlit frétta