VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Hrafnabjargafoss

Veiðin 2007

Góð laxveiði á suðurlandi en slakari annars staðar

Nokkur aukning varð í veiði sumarið 2007 eftir samdrátt í 2006 sem kom í kjölfar metveiði sumarsins 2005.
Alls veiddust 53.703 laxar á stöng úr ám landsins sumarið 2007. Af þeim var 9.691 (18,0%) sleppt aftur og var heildar fjöldi landaðra laxa (afli) því 44.012 laxar. Alls var þyngd landaðra laxa (afla) í stangveiði 107.999 kg. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 40.902 voru smálaxar alls 93.708 kg og 3.110 stórlaxar, 14.291 kg. Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 6.673 smálaxar og 3.614 stórlaxar. Hlutfall smálaxa sem sleppt var í heild, var 14,0% en hlutfall stórlaxa í sleppingum 53,7%. Flestir laxar veiddust á Suðurlandi 17.949, af þeim var 1.116 sleppt og afli 16.833 laxar sem voru 41.035 kg. Uppistaðan af veiðinni á Suðurlandi var veiði úr Rangánum þar sem veiðin byggist á sleppingum gönguseiða að mestu leyti. Minni veiði var í öðrum landshlutum.
Í netaveiði var aflinn 6.826 laxar sumarið 2007, sem samtals vógu 18.575 kg. Af þeim veiddust langflestir á Suðurlandi 6.493, sem vógu 17.832 kg, en mun færri laxar veiddust í net í öðrum landshlutum. Í net veiddust 6.160 smálaxar sem vógu 15.270 kg og 666 stórlaxar sem vógu 3.305 kg. Enginn lax endurheimtist úr hafbeit.

 

Silungsveiði 

Alls voru skráðir 45.630 urriðar í stangveiði en af þeim var 8.512 sleppt aftur. Afli urriða var því 37.118 fiskar og vógu þeir 40.821 kg. Af bleikjum veiddust 25.019 en 1228 bleikjum var sleppt aftur og aflinn því 23.791 bleikjur og þyngd aflans 18.132 kg.

 

Uppgefin silungsveiði í net var alls 5.717 urriðar og 3.897 bleikjur. Mest var silungsveiði í net á Suðurlandi.

 


Til baka

Senda á Facebook


yfirlit frétta