VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Ullarfoss í Svartá

Veiðin 2008

Metlaxveiði

Sumarið 2008 var met laxveiði í ám á Íslandi. Alls veiddust 84.124 laxar á stöng en af þeim var 17.178 (20,4%) sleppt aftur og var heildar fjöldi landaðra stangveiddra laxa (afli) því 66.946 laxar. Alls var þyngd landaðra laxa (afla) í stangveiði 174.054 kg. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 60.980 voru smálaxar, alls 144.825 kg og 5.966 stórlaxar, 29.229 kg. Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 12.914 smálaxar og 4.264 stórlaxar. Hlutfall smálaxa sem sleppt var í heild, var 17,5% en hlutfall stórlaxa í sleppingum 41,7%. Flestir laxar veiddust á Vesturlandi alls 30.769 en af þeim var 6.109 sleppt aftur og afli því 24.660 laxar sem vógu 59.859 kg. Á Suðurlandi var veiðin litlu minni en þar veiddust 29.717 laxar. Af þeim var 2.631 sleppt og afli 27.086 laxar sem vógu 70.025 kg. Uppistaðan af veiðinni á Suðurlandi var veiði af vatnasvæði Rangánna þar sem veiðin byggist á sleppingum gönguseiða að mestu leyti. Minni veiði var í öðrum landshlutum.
Í netaveiði var aflinn 9.403 laxar sumarið 2008, sem samtals vógu 21.862 kg. Af þeim veiddust langflestir á Suðurlandi 8.954, sem vógu 24.979 kg, en mun færri laxar veiddust í net í öðrum landshlutum. Í net veiddust 8.221 smálax en þeir vógu alls 20.952 kg og 733 stórlaxar sem vógu 4.027 kg.
Enginn lax endurheimtist úr hafbeit í hafbeitarstöðvar.

 

Silungsveiði

Alls voru skráðir 44.341 urriði í stangveiði en af þeim var 5.429 sleppt aftur. Afli urriða var því 38.912 fiskar og vógu þeir 39.162 kg. Af bleikjum veiddust 30.676 en 2.505 bleikjum var sleppt aftur og aflinn því 28.171 bleikja og þyngd aflans 20.234 kg.

 

Uppgefin silungsveiði í net var alls 10.386 urriðar og 21.230 bleikjur. Mest var silungsveiði í net á Suðurlandi.

 


Til baka

Senda á Facebook


yfirlit frétta