VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Skaftá ofan Skaftárdals

Veiðin 2009

Stangaveiði

Sumarið 2009 var laxveiði í ám á Íslandi sú næst mesta frá upphafi, en metárið 2008 skákar því eftirminnilega. Alls veiddust 74.408 laxar á stöng en af þeim var tæpum fjórðungi sleppt aftur og var landaður afli 56.894 laxar. Hlutfall smálaxa var 88% og stórlaxa 12%. Alls var landað um 143 tonnum af laxi. Landaður afli var 92% smálaxar - um 122 tonn; 8% stórlaxar - tæp 5 tonn. 
Fjórðungur af fjölda slepptra laxa voru stórlaxar. 
Í heild var 20% veiddra smálaxa sleppt og 49% allra stórlaxa.
31% laxa veiddist á vesturlandi og 30% á suðurlandi, minni veiði var í öðrum landshlutum. Uppistaðan af veiðinni á Suðurlandi var veiði af vatnasvæði Rangánna þar sem veiðin byggist á sleppingum gönguseiða að mestu leyti.

Netaveiði 

Í netaveiði var aflinn 9.607 laxar sumarið 2009, sem samtals vógu 27.323kg. Af þeim veiddust langflestir á Suðurlandi 9.225, sem vógu 26.395kg, en mun færri laxar veiddust í net í öðrum landshlutum. Í net veiddust 8.285 smálaxar en þeir vógu alls 19.430 kg og 1.322 stórlaxar sem vógu 7.890 kg.  

Silungsveiði 

Alls voru skráðir 49.192 urriðar í stangveiði en af þeim var 6.963 (14,2%) sleppt aftur. Afli urriða var því 42.229 fiskar og vógu þeir 44.975 kg. Af bleikjum veiddust 32.919 en 4.193 bleikjum (12,7%) var sleppt aftur og aflinn því 28.726 bleikjur og þyngd aflans 19.692 kg.
Af urriðaveiðisvæðum þar sem stangveiði var stunduð veiddust flestir urriðar í Veiðivötnum alls 20.548. Næst flestir urriðar veiddust í Fremri-Laxá á Ásum 4.009 og í þriðja Vatnsdalsá með 2.021 urriða.
Flestar stangveiddar bleikjur veiddust í Veiðivötnum alls 9.673 en næst flestar í Hlíðarvatni 3.663. Í þriðja sæti var Vatnsdalsá með 1.340 stangveiddar bleikjur. Frá árinu 1987 hefur fjöldi stangveiddra urriða verið nokkuð svipaður eða alls um 40 þúsund urriðar. Bleikjuveiði var mest 2001 en minnkaði til 2007 en aukning kom aftur fram í bleikjuveiði 2008 og 2009 sem skýrist að mestu af aukinni
bleikjuveiði í Veiðivötnum. Á undanförnum 10 árum hefur meðalveiði á urriða verið 43.453 fiskar og meðalveiði á bleikju verið 32.392 fiskar.

 

Uppgefin silungsveiði í net var alls 14.347 urriðar og 28.026 bleikjur. Eins og fyrr var mesta silungsveiðin í net á Suðurlandi.


Til baka

Senda á Facebook


yfirlit frétta