VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Skaftá ofan Skaftárdals

Veiðin 2010

Góðærin þrjú 2008 - 2010

Sumarið 2010 var laxveiði í ám á Íslandi sú næst mesta frá upphafi. Meiri veiði hefur einungis verið skráð 2008. Alls veiddust 74.961 lax á stöng en af þeim var 29% sleppt aftur, að þeim frádregnum var heildaraflinn 53.485 laxar, hlutfall stórlaxa var um 15%. Flestir laxar veiddust á Vesturlandi alls 24.711 en af þeim var 24% sleppt aftur, á Suðurlandi var veiðin litlu minni en þar veiddust 20.434 laxar og þar var 8% sleppt. Uppistaðan af veiðinni á Suðurlandi var veiði af vatnasvæði Rangánna þar sem veiðin byggist á sleppingum gönguseiða að mestu leyti. Minni veiði var í öðrum landshlutum.
Sumarið 2010 veiddust flestir laxar í Eystri-Rangá alls 6.281 lax, næst flestir í Ytri-Rangá og Hólsá vesturbakka 6.211 og í þriðja sæti var Miðfjarðará í Húnavatnssýslu með 4.050 laxa.
 

Netaveiði
Í netaveiði var aflinn 15.903 laxar, sem samtals vógu 47.214 kg. Af þeim veiddust langflestir á Suðurlandi 15.244, sem vógu 45.399 kg, en mun færri laxar veiddust í net í öðrum landshlutum. Í net veiddust 11.349 smálaxar en þeir vógu alls 27.674 kg og 4.554 stórlaxar sem vógu 19.540 kg. Enginn lax endurheimtist úr hafbeit í hafbeitarstöðvar. Heildarafli landaðra laxa (afla) í stangveiði og netaveiði samanlagt var 69.388 laxar sem vógu alls 189.738 kg. Af þeim voru 58.643 smálaxar og 10.745 stórlaxar. Þyngd smálaxa var 139.505 kg og þyngd stórlaxa 50.233 kg.
Silungsveiði
 Alls voru skráðir 48.798 urriðar í stangveiði en af þeim var 7.841 (16,1%) sleppt aftur. Afli urriða var því 40.957 fiskar og vógu þeir 47.154 kg (tafla 4). Af bleikjum veiddust 33.514 en að þeim var 2.397 bleikjum (7,2%) sleppt aftur og aflinn því 31.117 bleikjur og þyngd aflans 23.374 kg.
 


Til baka

Senda á Facebook


yfirlit frétta