VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Baulárvallavatn á Snæfellsnesi

Veiðin 2011

Gott veiðiár - fjórða mesta laxveiðin

Alls veiddust 55.706 laxar á stöng en af þeim var 30,2% sleppt aftur og aflinn því 38.867 laxar. Af veiddum löxum voru 78% smálaxar og 22% stórlaxar. Eins og jafnan veiddust flestir laxar á Vesturlandi alls 17.976 og var 22% sleppt aftur, á Suðurlandi veiddust 13.638 laxar og var 9% sleppt aftur. Minni veiði var í öðrum landshlutum.
Sumarið 2011 veiddust flestir laxar í Ytri-Rangá og Hólsá vesturbakka alls 4.618 laxar, næst flestir í Eystri-Rangá 4.398 og í þriðja sæti var Miðfjarðará í Húnavatnssýslu með 2.365 laxa.
 

Netaveiði
Í netaveiði var aflinn 8.729 laxar sumarið 2011, sem samtals vógu 24.269 kg. Af þeim veiddust langflestir á Suðurlandi 8.499 (97,3%), sem vógu 23.599 kg, en mun færri laxar veiddust í net í öðrum landshlutum. Í net veiddust 6.836 smálaxar en þeir vógu alls 15.054 kg og 1.893 stórlaxar sem vógu 8.895 kg. Enginn lax endurheimtist úr hafbeit í hafbeitarstöðvar. Heildarafli landaðra laxa (afla) í stangveiði og netaveiði samanlagt var 47.596 laxar sem vógu alls 128.019 kg. Af þeim voru 40.867 smálaxar og 6.727 stórlaxar. Þyngd smálaxa var 94.230 kg og þyngd stórlaxa 33.469 kg.
Silungsveiði
Alls voru skráðir 43.139 urriðar í stangveiði en af þeim var 8.087 (18,7%) sleppt aftur. Afli urriða var því 35.026 fiskar og vógu þeir 41.971 kg (tafla 4). Af bleikjum veiddust 25.436 en að þeim var 2.544 bleikjum (10,0%) sleppt aftur og aflinn því 22.892 bleikjur og þyngd aflans 16.976 kg.
 


Til baka

Senda á Facebook


yfirlit frétta