VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Ullarfoss í Svartá

Veiðin 2012

Lélegt laxveiðisumar - magrar smálaxagöngur og stórlaxafæð

Skráð stangveiði 2012 var 20.920 löxum minni en hún var á árinu 2011 og 14,1% undir meðaltalsstangveiði áranna 1974-2012.
Sumarið 2012 var stangveiði á laxi í ám á Íslandi alls 34.786 laxar en af þeim var 28% sleppt aftur og heildaraflinn 25.034 laxar. Af veiddum löxum voru 79% smálaxar og 21% stórlaxar.
Flestir laxar veiddust á Suðurlandi alls 10.811 en af þeim var tæplega 7% sleppt aftur. Á Vesturlandi veiddust 10.353 laxar, þar sem tæplega 21% var sleppt aftur. Minni veiði var í öðrum landshlutum.
Fjöldi veiddra smálaxa (eitt ár í sjó) og stórlaxa (tvö ár eða fleiri í sjó) í þeim ám þar sem veiðiskráning hefur verið samfelld frá árinu 1970.

 

Netaveiði
Í netaveiði var aflinn 3.759 laxar sumarið 2012, sem samtals vógu 10.080 kg. Af þeim veiddust langflestir á Suðurlandi 3.610 (96%), sem vógu 9.684 kg, en mun færri laxar veiddust í net í öðrum landshlutum. Í net veiddust 2.888 smálaxar en þeir vógu alls 6.464 kg og 722 stórlaxar sem vógu 3.220 kg. Heildarafli landaðra laxa í stangveiði og netaveiði samanlagt var 28.793 laxar sem vógu alls 70.267 kg. Af þeim voru 25.300 smálaxar og 3.493 stórlaxar. Þyngd smálaxa var 53.417 kg og þyngd stórlaxa 16.850 kg.
Silungsveiði
Alls voru skráðir 42.214 urriðar í stangveiði en af þeim var 9.356 (22,5%) sleppt aftur. Afli urriða var því 32.858 fiskar og vógu þeir 41.517 kg. Af bleikjum veiddust 26.419 en að þeim var 3.429 bleikjum (13,0%) sleppt aftur og aflinn því 22.990 bleikjur og þyngd aflans 17.420 kg.

 


Til baka

Senda á Facebook


yfirlit frétta