VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Hreðavatn í Borgarfirði

Veiðin 2013

Tvöföldun á fjölda stangveiddra laxa á milli ára

Skráð stangveiði var 33.256 löxum eða nær tvöfalt meiri en hún var á árinu 2012 og um 69% yfir meðaltalsstangveiði áranna 1974-2012 (40.324). Flestir laxar veiddust í Ytri-Rangá alls 5.453 laxar, næst flestir í Eystri-Rangá 4.797 og í þriðja sæti var Miðfjarðará í Húnavatnssýslu með 3.659 laxa.
Stangveiðin á laxi var alls 68.042 laxar en af þeim var 34% sleppt aftur og var heildaraflinn því 44.909 laxar. Af veiddum löxum voru 84% smálaxar og 16% stórlaxar. Flestir laxar veiddust á Vesturlandi, alls 25.857 laxar þar sem 30% var sleppt aftur. Á Suðurlandi veiddust alls 16.314 en af þeim var 13% sleppt aftur.
Fjöldi stangveiddra laxa á Íslandi 1974-2013 skipt í afla, veitt og sleppt og afla úr sleppingum gönguseiða.
 

 

 

Netaveiði
Í netaveiði var aflinn 11.583 laxar sumarið 2013, sem samtals vógu 30.280 kg. Af þeim veiddust langflestir á Suðurlandi 11.291(97,5%), sem vógu 29.503 kg, en mun færri laxar veiddust í net í öðrum landshlutum. Í net veiddust 10.196 smálaxar en þeir vógu alls 25.275 kg og 1.387 stórlaxar sem vógu 5.005 kg. Enginn lax endurheimtist úr hafbeit í hafbeitarstöðvar.
Laxveiðin alls
Heildarafli landaðra laxa var samanlagt 56.492 laxar sem vógu alls 146.463 kg. Af þeim voru 50.743 smálaxar og 5.749 stórlaxar. Þyngd smálaxa var 119.839 kg og þyngd stórlaxa 26.624 kg.
Silungsveiði
Alls voru skráðir 33.660 urriðar í stangveiði en af þeim var 10.706 (31,8%) sleppt aftur. Afli urriða var því 22.954 fiskar og vógu þeir 30.039 kg. Af bleikjum veiddust 23.455 en að þeim var 5.149 bleikjum (21,9%) sleppt aftur og aflinn því 18.180 bleikjur og þyngd aflans 12.364 kg.
 


Til baka

Senda á Facebook


yfirlit frétta