VeiđinýtingLífríkiRannsóknirRáđgjöf
Leita
English
Stćrsta letur
Miđstćrđ leturs
Minnsta letur
Rafrćn veiđiskráning
Rafrćn veiđiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorđ
Höfundur
Vatnsberi í Berufirđi

Veiđin 2004

Laxveiđin

 

Fjöldi stangveiddra laxa var 45.831 sem er 34,4% meiri veiđi en áriđ 2003 ţegar veiddust 34.111 laxar á stöng. Stangveiđiaflinn, ţ.e. fjöldi veiddra ađ frádregnum fjölda slepptra var 38.468 laxar. Ţetta er um 34% aukning á afla frá árinu 2003 og um 14% yfir  međalafla áranna 1974-2003. Heildarţungi stangveiđiaflans var um 109 tonn. 
 
7.362 stangveiddum löxum var sleppt aftur en ţađ er um 16,1% af veiđinni. Hlutfall veitt og sleppt hefur fariđ vaxandi frá árinu 1996 ţegar ţađ var 2,3%.
 

 

Heildarfjöldi veiddra laxa sumariđ 2004 var 45.210 laxar (veitt og sleppt ekki međtaliđ), sem er 24,4% meiri veiđi en árinu fyrr en um 3,5% undir međalveiđi áranna 1974-2003. Samtals var heildarafli laxa 129,6 tonn sumariđ 2004.
    
Ađ međaltali höfđu um 85% af veiddum löxum dvaliđ eitt ár í sjó (smálax) en um 15% tvö ár í sjó (stórlax). Hlutfall stórlaxa í veiđinni hefur fariđ lćkkandi frá árinu 1980.
 
Fjöldi netaveiddra laxa var 6.742, sem er 11% minni veiđi en árinu fyrr. Veiđin var ţó ekki nema rúmlega helmingur af međalnetaveiđi áranna 1974-2003. Alls var heildarţungi aflans um 20,6 tonn. Mest var netaveiđin á Suđurlandi ţar sem 2.715 laxar veiddust í Ţjórsá, 1.668 í Ölfusá og 1.293 í Hvítá. Netaveiđi var minni í öđrum landshlutum.

 

Silungsveiđin

 

Í stangveiđi voru skráđir 45.864 urriđar og sjóbirtingar, en af ţeim var um 6.014 sleppt aftur og ţví um 39.850 urriđum landađ og vógu ţeir samtals um 45 tonn. Veiđi og afli urriđa var sá mesti frá upphafi skráninga og kom fram aukning í mörgum vatnakerfum í öllum landshlutum (mynd: fjöldi stangveiddra urriđa milli ára). 
 
Fjöldi stangveiddra bleikja var 36.389. Af ţeim var 1.431 sleppt aftur og landađur aflinn ţví 34.958 bleikjur sem vógu 30,6 tonn. Í heild hefur bleikjuveiđin veriđ nokkuđ stöđug á undanförnum 10 árum (mynd: fjöldi stangveiddra bleikja milli ára).

 

Skráning á silungsveiđi hefur fariđ batnandi á undanförnum árum og er ţađ ađ ţakka bćđi veiđiréttarhöfum og veiđimönnum. Ćtlađ er ađ veiđitölur úr silungsveiđi endurspegli nokkuđ vel stofnbreytingar á síđustu 10 árum.

 

Uppgefin silungsveiđi í net var alls 6.927 urriđar og 16.105 bleikjur. Mest var silungsveiđi í net á Suđurlandi.


Til baka

Senda á Facebook


yfirlit frétta