VeiðinýtingLífríkiRannsóknirRáðgjöf
Leita
English
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Rafræn veiðiskráning
Rafræn veiðiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorð
Höfundur
Ullarfoss í Svartá

Veiðin 2005

Laxveiðin

 
Fjöldi veiddra smálaxa og stórlaxa í þeim ám þar sem veiðiskráning hefur verið samfelld síðan 1970
Met var slegið í stangveiði sumarið 2005 en þá voru skráðir 55.168 laxar í stangveiði í íslenskum ám. Af stangveiddum löxum var 9.224 sleppt aftur og afli var því 45.944 laxar sem vógu 127,7 tonn. Stangveiði á laxi sumarið 2005 var 9.337 löxum meiri (20,3%) en hún var 2004 en 57,2% yfir meðalveiði áranna 1974-2004. Hlutfall laxa sem sleppt er aftur (veitt og sleppt) var í heild 16,7% sumarið 2005. Alls var 7.044 smálöxum sleppt aftur sem var 14,7% af veiði smálaxa og 2.181 stórlöxi sem var 29,6 % af veiði stórlaxa. Af afla var 40.763 (88%) laxar sem verið höfðu eitt ár í sjó (smálax) og 5.181 (12%) laxar tvö ár í sjó (stórlax).
 
Af einstökum ám var stangveiðin mest í Eystri-Rangá 4.225 laxar, í öðru sæti var Þverá og Kjarrá með 4.165 laxa og Norðurá var í þriðja sæti með 3.138 laxa.
 
Í netaveiði veiddust alls 7.558 laxar og vóg aflinn 21,4 tonn. Flestir þeirra veiddust í Þjórsá 3.979, 2.084 í Ölfusá og 1.137 í Hvítá í Árnessýslu.

 

Silungsveiðin

 
Met var einnig sett í stangveiði á urriða og voru skráðir alls 48.788 urriðar en af þeim var 8.818 sleppt aftur og afli því 39.970 urriðar sem vógu 45,5 tonn. Alls veiddust 31.941 bleikjur, 896 var sleppt aftur og afli því 31.045 bleikjur sem vógu 24.4 tonn.
Flestir urriðar veiddust í Veiðivötnum 6.823, í Laxá í Mývatnssveit veiddust 5.933 og í fremri Laxá á Ásum veiddust 3.884 urriði. Af bleikjum veiddust flestar í Veiðivötnum 3.655 næst flestar í Arnarvatni-Stóra í Hlíðarvatni veiddust 2.093 bleikjur.
 
Í netaveiði voru skráðir 11.281 urriði og 24.808 bleikjur. 


Til baka

Senda á Facebook


yfirlit frétta