VeiđinýtingLífríkiRannsóknirRáđgjöf
Leita
English
Stćrsta letur
Miđstćrđ leturs
Minnsta letur
Rafrćn veiđiskráning
Rafrćn veiđiskráning
Skráning á póstlista
Leitarorđ
Höfundur
Snjóölduvatn í Veiđivötnum

 Áhrif ferđamanna á hegđun landsela (Phoca vitulina).

 
Ferđamenn í selaskođun. Ljósmynd: Ester Sanches
Áhugi á selaskođun hefur aukist mikiđ undanfarin ár og eru selir mikilvćg auđlind fyrir bćndur, landeigendur og ađra ađila sem hafa hagsmuna ađ gćta í ferđamennsku. Mikilvćgt er ţó ađ hafa í huga ađ margar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á ađ ferđamennska getur truflađ líf villtra dýra og haft neikvćđ áhrif á vistfrćđi, hegđun og ţar međ velferđ ţeirra. Veruleg truflun á dýralífi getur leitt  til streitu međal dýranna og getur ţađ m.a. haft í för međ sér minni ćxlunargetu sela ásamt breytingu á útbreiđslu ţeirra. Oft hefur ţó reynst vera hćgt ađ draga úr beinum áhrifum ferđamanna á villt dýr međ ţví ađ stjórna hversu nálćgt ferđamenn komast dýrunum ásamt ţví ađ draga úr ákafri hegđun ferđamanna.
Áriđ 2008 fór af stađ rannsóknarverkefni, ţar sem helsta markmiđiđ var ađ komast ađ ţví hvađa áhrif ferđamenn sem fara í selaskođun, geta haft á hegđun landsela (Phoca vitulina). Verkefniđ er samstarf á milli Veiđimálastofnunar, Selasetur íslands á Hvammstanga, Háskólins á Hólum, ásamt landeigendum.
Rannsóknin fer fram á selskođunarbátnum Brimli sem gerir út frá Hvammstanga, og á Illugastöđum á Vatnsnesi í Húnaţingi vestra,  en ţar geta ferđamenn skođađ seli frá landi.

Helgi Guđjónsson líffrćđinemi skráir hegđun sela viđ Illugarstađi á Vatnsnesi. Ljósmynd: Pétur Jónsson

Bein áhrif ferđamanna á hegđun sela í látrinu á Illugastöđum er skođuđ međal annars međ tilliti til ţess hvort fjöldi ferđamanna og/eđa hegđun ţeirra á selaskođunarstađnum geti haft áhrif á atferli ţeirra sela sem dvelja í látrinu. Einnig eru hugsanleg áhrif selskođunarbáts á hegđun selanna rannsökuđ og er međal annars kannađ hvort nálćgđ bátsins hefur áhrif á hegđun selanna.
Samhliđa rannsókn fer fram í Hindisvík á Vatnsnesi, en Hindisvík hefur veriđ lokuđ ferđamönnum síđan 2008. Reglulegar talningar eru nú framkvćmdar ţar, til ţess ađ kanna hvort fjöldi sela muni aukast í látrinu nćstkomandi ár, ţar sem ţeir fá algjöran friđ frá ferđamönnum.
Rannsóknin er unnin á vegum The Wild North, sem er norrćnt samstarfsverkefni ţar sem áhersla er lögđ á sjálfbćra ţróun náttúrutengdrar ferđaţjónustu. Svipuđ rannsóknarverkefni fara einnig fram á Frćđasetri Háskóla Íslands á Húsavík (áhrif ferđamennsku á hvali), Náttúrustofu Norđurlands vestra (áhrif ferđamennsku á fugla) og Melrakkasetrinu á Vestfjörđum (áhrif ferđamennsku á refi), ásamt stofnunum í öđrum ţátttökulöndum The Wild North (Fćreyjar, Grćnland og Noregur).
Verkefnisstjóri rannsóknarinnar er Sandra Granquist og hafa einnig erlendir sérfrćđingar, líffrćđinemendur ásamt sjálfbođaliđum tekiđ ţátt í verkefninu.
Selir á sandfjöru. Ljósmynd í eigu Selaseturs Íslands.